Nú er kominn tími til að njóta
Veisluþjónusta sem sameinar samverustundir og bragðgóðan mat
Við gerum veisluna ógleymanlega
Ljúffengir bitar til að deila
Fingramaturinn okkar er fullkominn fyrir veisluhöld, fundi eða einfaldlega notalega kvöldstund með fjölskyldu og vinum. Bitarnir eru pantaðir í stykkjatali sem gerir þér kleift að setja saman ljúffengt og fjölbreytt veisluborð.

Fólkið á bakvið töfrana
Með ástríðu fyrir smáatriðum skapar teymið okkar mat sem hámarkar upplifunina. Undir leiðsögn matreiðslumannsins Kristófers Snæs Hugasonar leggjum við okkur fram við að bjóða upp á fágaða framsetningu og afbragðs bragðgæði.

Ertu með ákveðna hugmynd?
Við sníðum veitingarnar að þínum óskum
Við teljum góðar veitingar vera undirstöðu góðrar veislu. Ef þú ert að skipuleggja stóran lífsviðburð, eins og brúðkaup, fermingu eða stórafmæli, þá viljum við setjast niður með þér og sníða veisluna eftir þínum óskum.
Það þarf ekki alltaf ástæðu til að njóta
Stundum þarf bara nærveru og notalega stemningu. Við trúum því að matur eigi bæði að vera einfaldur og vandaður, hvort sem tilefnið er stórt, lítið eða bara lífið sjálft.
Notaleg þjónusta og heimsending alla daga
Við afhendum pantanir alla daga milli 11 og 17 og þú velur tímann sem hentar í pöntunarferlinu. Maturinn kemur heim til þín á réttum tíma, tilbúinn til að leggja á borð og njóta. Þú getur valið um að fá heimsendingu, sækja pöntunina eða nýta Pikkoló þar sem þú færð QR kóða þegar veitingarnar eru komnar í kæliklefann og getur sótt þegar þér hentar.